Um Mentis Cura

Mentis Cura er íslenskt rannsókna- og þróunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í notkun heilarita til greiningar á miðtaugakerfissjúkdómum, svo sem Lewy Body heilabilun og athyglisbresti með ofvirkni hjá börnum (ADHD).

<center>Kristinn Johnsen upphafsmaður og stofnandi  Mentis Cura.</center>

Kristinn Johnsen upphafsmaður og stofnandi Mentis Cura.

Mentis Cura var stofnað af Kristni Johnsen eðlisfræðingi árið 2004 en í dag starfar hjá fyrirtækinu þverfaglegur hópur sérfræðinga. MentisCura er einkarekið hlutafélag en hefur í gegnum árin hlotið styrki frá Tækniþróunarsjóði og árið 2009 hlaut fyrirtækið Nýsköpunarverðlaun Útflutningsráðs.

Allt frá stofnun hefur Mentis Cura notið góðs af samstarfi við helstu heilbrigðisstofnanir landsins og þá sérstaklega starfsfólk Minnismóttöku og Barna- og unglingageðdeildar Landspítala Háskóla Sjúkrahúss, ásamt Þroska- og hegðunarmiðstöð. Í gegnum slíkt samstarf hefur MentisCura byggt upp einn stærsta gagnagrunn heilarita hjá einstaklingum með heilabilun og ADHD sem fyrirfinnst í heiminum.

Byggt á þeirri vinnu kynnti fyrirtækið árið 2012 sýna fyrstu vöru sem ber heitið Sigla og nýtist til greiningar á heilabilun. Katla var svo kynnt árið 2014 og nýtilst til greiningar á ADHD hjá börnum. Sigla hefur verið í reglulegri notkun á Minnismóttöku Landspítalans frá árinu 2012. Katla hefur verið aðgengileg læknum og sálfræðingum sem vinna að greiningum á ADHD hjá börnum síðan 2014. Til að mæta aukinni eftirspurn opnaði MentisCura greiningarstöð í Álftamýri 1-5 í Reykjavík í byrjun árs 2013. Tilgangurinn með opnun greiningarstöðvarinnnar var fyrst og fremst að auka aðgengi að upptöku heilarita og um leið bæta þjónustu við greiningu á heilbilunarsjúdkómum og ADHD hjá börnum enn frekar. MentisCura hefur alltaf lagt mikla áherslu á rannsóknarsamstarfs við innlenda sem erlenda stofnanir og á undanförnum árum höfum við byggt upp öflugt tengslanet samstarfsaðila víðsvegar um heiminn s.s á Norðurlöndum, Bretlandi, Hollandi, Bandaríkjunum og Kína. Árið 2013 varð MentisCura aðili að og situr í stjórn Stockholm Brain Institute (SBI), samstarfsstofnunar Háskólans í Stokkhólmi, Tækniháskólans í Stokkhólmi og Karolínska sjúkrahússins í Stokkhólmi sem heldur utan um skipulagningu og fjárveitingu til núverandi og framtíðar rannssókna. Ýmis ný rannsóknarverkefni eru í þróun hjá MentisCura með það að markmiði að auka við heilaritsgagnagrunninn og þróa aðferðir til að greina fleiri raskanir og sjúkdóma.