Greiningarmiðstöð MentisCura

Greiningarmiðstöð MentisCura er til húsa í Álftamýri 1-5 í Reykjavík. Þar er boðið upp á upptöku heilarita og úrvinnslu á þeim til greiningar á heilabilunarsjúkdómum annars vegar og hins vegar á athyglisbresti og ofvirkni (ADHD) hjá börnum. Um er að ræða nýja aðferð sem hefur verið í þróun hjá MentisCura um árabil.

Hvers vegna heilarit?

_MG_9855 Heilarit metur taugavirkni í heilanum og getur gefið til kynna frávik í starfsemi heilans. Heilarit hefur sannað gildi sitt við greiningu á flogaveiki en einnig er heilarit notað til að fylgjast með virkni í heila t.d. hjá fyrirburum og á gjörgæsludeildum. Lengi hefur verið vitað að heilarit t.d. Alzheimers sjúklinga er frábrugðið heilariti heilbrigðs einstaklings. MentisCura hefur undanfarin tíu ár þróað aðferðina Siglu til að meta heilabilunarsjúkdóma og aðferðina Kötlu til að meta ADHD hja börnum út frá heilariti. Sigla hefur verið notuð síðan 2012 á Minnismóttöku Landspítalans sem og gefið góða raun. Katla hefur verið aðgengileg læknum og sálfræðingum síðan 2014 til að meta ADHD hjá börnum. Þessar nýju aðferðir koma ekki í stað þeirra rannsókna sem framkvæma þarf til að komast að niðurstöðu um greiningu. Þær veita þó lækni og öðrum greiningaraðilum mikilvægan stuðning í greiningarferlinu.

Hvernig fer heilaritsmæling fram?

Upptaka á heilalínuriti er mjög einföld og felur ekki í sér neina hættu, óþægindi eða inngrip í líkamsstarfsemi. Rafnemum er komið fyrir á höfði með því að setja viðloðunarkrem í hársvörð. Viðkomandi situr í þægilegum stól í tíu mínútur á meðan upptaka heilalínuritsins fer fram. Að upptöku lokinni er boðið upp á hárþvott. Reikna má með að heildartími vegna heilaritsmælingarinnar sé um 40 mínútur.

Hvernig get ég komist í heilaritsmælingu?

_MG_9831 Ef þú hefur áhuga á því að komast í heilaritsmælingu hjá MentisCura, skaltu hafa samband við heimilislækni eða annan lækni eða sálfræðing sem þú treystir. Aðeins fagfólk getur vísað fólki í heilaritsmælingu þar sem samhliða þarf að skoða fleiri atriði í heilsufarssögu þinni. • Læknir eða sálfræðingur sendir tilvísun til greiningarstöðvar MentisCura og í framhaldinu er bókaður tími í samráði við þig. • Þegar niðurstöður liggja fyrir eru þær sendar tilvísanda og hann túlkar niðurstöðurnar. • Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hjá starfsfólki Greiningamiðstöðvar MentisCura í Álftamýri 1-5 í síma 511 5099 eða með því að senda fyrirspurn á greining@mentiscura.is

Staðsetning:

Greiningarmiðstöð MentisCura er staðsett í Álftamýri 1-5, 108 Reykjavík og er opin mánudaga – föstudaga frá 9-16. Hægt er að hafa samband í síma 5115099, með því að senda fyrirspurn í gegnum heimasíðuna eða senda beint á netfangið greining@mentiscura.is.