Sigla_banner

Sigla nýjung í mismunagreiningu á heilabilun

Sigla er ætluð til að styrkja greiningu á Lewy Body heilabilun með því að greina sérkenni í heilariti sjúklinga. Greiningin er mikilvægt tæki til að greina á milli heilabilunarsjúkdóma. Niðurstöður koma fram í skýrslu sem send er tilvísandi lækni og eru settar fram með tvennum hætti: Heilbilunar vísi (Dementia Index) og Lewy Body vísi (Lewy Body Index) .

Heilabilunar vísirinn (Dementia Index):

Heilabilunar vísir gefur til kynna hvort heilarit einstaklings líkist riti eintaklings með heilabilun (mAD, VD, AD/VD, FTD og LBD). Niðurstaða frá 0-49 gefur til kynna að heilarit líkist riti heilbrigðs einstaklings. Niðurstaða frá 50-120 gefur hins vegar til kynna að heilarit líkist riti einstaklings með heilabilun. Heilabilunar vísir var hannaður þannig að viðmiðunargildið (cut-off) 50 hefði 90% næmi, þ.e. að 90% af ritum heilabilaðra fengi niðurstöðuna 50 eða hærra. Vísirinn er þannig hannaður til þess að útiloka heilabilun, en skal ekki nota í þeim tilgangi að staðfesta heilabiliun.

Lewy Body vísirinn (Lewy Body Index):

Lewy Body vísir gefur innsýn í það hvort heilarit einstaklingsins líkist heilariti sjúkligs með Lewy Body heilabilun eða aðra heilabilun (mAD, VD, AD/VD, and FTD). Niðurstaða milli 0 og 50 á Lewy Body vísi gefur til kynna að heilarit líkist riti sjúklings með heilabilun aðra en Lewy Body heilabilun. Niðurstaða í og yfir 50 gefur til kynna að heilarit líkist riti sjúklings með Lewy Body heilabilun. Þessi skil í 50 eru hönnuð með það markmið að fá 90% næmni, þ.e. 90% af ritum skjúklinga með Lewy Body heilabilun ættu að fá niðurstöðu 50 eða hærra.

ATHUGIÐ:  Til greiningar á heilabilunarsjúkdómum skal notast við alþjóðlega viðurkennda staðla eða staðla sem viðurkenndir eru af Landlæknisembættinu. Niðurstöður úr MentisCura skýrslunni skulu einvörðungu skoðast sem stuðningur við greiningu.  Tímabundið ástand gæti  haft áhrif á niðurstöðu mælingar m.a. syfja, streita, verkjalyfjanotkun og veikindi(flensa).  MentisCura ber enga ábyrgð á því hvaða ákvörðun læknir eða annar meðferðaraðili tekur, hvað varðar greiningu eða meðferð á skjólstæðingi, þó að hann byggi ákvörðun sína á niðurstöðum úr skýrslunni.

Settu þig í samband við okkur og kynntu þér málið nánar

Hafa samband