Katla_nyr_banner

KatlaTM lífeðlisfræðileg greiningartækni fyrir ADHD hjá börnum

Niðurstöður Kötlu eru settar fram á ADHD aldursvísi.

Kötlu ADHD vísirinn :
Kötlu ADHD kvarðinn segir til um raflífeðlisfræðilega samsvörun heilarits við ADHD hóp annars vegar og hins vegar viðmiðunarhóp sem ekki hefur verið greindur með ADHD.

Aðferðafræði: Kötlu ADHD kvarðinn er byggður á heilaritum 315 barna (6-14 ára) sem greind hafa verið með ADHD og 315 barna á sama aldri sem ekki hafa neinar geðgreiningar. Með því að finna þá þætti í heilaritinu sem aðgreina hópana best er unnt að lesa úr grafinu hversu vel raflífeðlisfræðilega barn samræmist hvorum hópnum fyrir sig. Myndin hér að neðan sýnir hvernig úrtakið dreifist á ADHD kvarðann miðað við aldur.

Settu þig í samband við okkur og kynntu þér málið nánar

Hafa samband