Þjónusta

MentisCura er íslenskt rannsóknarfyrirtæki sem sérhæfir sig í notkun heilarita til greiningar á miðtaugakerfissjúkdómum. Eftir áralangt rannsóknarstarf hefur fyrirtækið þróað tækni til að meta heilabilunarsjúkdóma út frá heilariti: Siglu til að meta heilabilunarsjúkdóma og Kötlu til að meta ADHD hjá börnum.

Sigla hefur verið notuð síðan 2012 á Minnismóttöku Landspítalans og gefið góða raun. Katla hefur verið aðgengileg læknum og sálfræðingum frá 2014. Þessar nýju aðferðir koma ekki í stað þeirra rannsókna sem framkvæmdar eru til að komast að niðurstöðu um greiningu. Þær veita þó lækni og öðrum greiningaraðilum mikilvægan stuðning í greiningarferlinu.  

Sigla/Katla

Sigla er ætluð til að styrkja greiningu á heilabilunarsjúkdómum með því að greina sérkenni í heilariti sjúklinga. Niðurstöður koma fram í skýrslu sem send er tilvísandi lækni og eru settar fram með tvennum hætti: Heilbilunarvísi (Dementia Index) og Lewy Body-vísi (Lewy Body Index). Katla er ætluð til að styrkja greiningu á ADHD hjá börnum með því að greina sérkenni í heilariti sjúklinga. Niðurstöður koma fram í skýrslu sem send er tilvísandi lækni og eru settar fram með AHDH-aldursvísi.

Tilvísun

Mentis Cura rekur greiningarmiðstöð þangað sem vísa má skjólstæðingum í heilaritsmælingu.Læknabréf: Bréf frá lækni eða sálfræðingi þar sem fram kemur: Nafn  og símanúmer einstaklings. Í bréfinu þarf að koma fram nafn tilvísanda og starfstöð. Ekki er óskað eftir sjúkrasögu. Hægt að bóka með fjórum leiðum, með:

  1. Rafrænu læknabréfii: Rafrænt læknabréf númer 186 í gegnum Heklu. Viðtakandi: MentisCura Sigla/Katla, Álftamýri 1-5.
  2. Síma: Tilvísandi hringir  í Greiningarmiðstöð 5119900 og bókar tíma og sendir síðan beiðni til Greiningarmiðstöðvar Mentis Cura.
  3. Pósti: Tilvísandi sendir beiðni til Greiningarmiðstöðvar Mentis Cura Áltfamýri 1-5, 108 Reykjavík og móttökuritari hringir í viðkomandi og bókar tíma.
  4. Tölvupósti: Tilvísandi sendir tölvupóst á greining@mentiscura.is.  Í því kemur fram nafn  og símanúmer einstaklings, nafn læknis og starfsstöð. Móttökuritari hringir síðan og bókar tíma.
    Gjald fyrir heilalínurit er 18.500 kr. Niðurstöður mælingarinnar eru sendar til viðkomandi læknis rafrænt í gegnum Heklu eða í ábyrgðarpósti. Ef óskað er frekari upplýsingar varðandi niðurstöður er þjónustusími MentisCura 8540404.

Rannsóknir

Mentis Cura hefur alltaf lagt mikla áherslu á rannsóknarsamstarf við innlendar sem erlendar stofnanir. Þróun Siglu var unnin í nánu samstarfi við Minnismóttökuna á Landakoti og Katla var þróuð í samstarfi við Barna- og unglinadeild Landspítala og Þroska- og hegðunarmiðstöðina. Erlendis hefur Mentis Cura einnig byggt upp öflugt tengslanet samstarfsaðila, meðal annars á Norðurlöndum, Bretlandi, Hollandi, Bandaríkjunum og Kína. Árið 2013 varð Mentis Cura aðili að og situr í stjórn Stockholm Brain Institute (SBI), samstarfsstofnunar Háskólans í Stokkhólmi, Tækniháskólans í Stokkhólmi og Karolínska sjúkrahússins í Stokkhólmi sem heldur utan um skipulagningu og fjárveitingu til rannsókna.

 • Birt efni:

  Sigla:

  1. Aðferðarfræðin og lýsing á gagnagrunni  
  2. Kólvirknistuðull
 • Viltu vita meira um Siglu?

  Sigla

  Viltu vita meira um Kötlu?

  Katla