Þjónusta

MentisCura er íslenskt rannsóknarfyrirtæki sem sérhæfir sig í notkun heilarita til greiningar á miðtaugakerfissjúkdómum. Eftir áralangt rannsóknarstarf hefur fyrirtækið þróað Siglu til að meta heilabilunarsjúkdóma og Kötlu til að meta ADHD hjá börnum út frá heilariti. Sigla hefur verið notuð síðan 2012 á Minnismóttöku Landspítalans og gefið góða raun. Katla hefur verið aðgengileg læknum og sálfræðingum frá apríl 2014. Þessar nýju aðferðir koma ekki í stað þeirra rannsókna sem framkvæmdar eru til að komast að niðurstöðu um greiningu. Þær veita þó lækni og öðrum greiningaraðilum mikilvægan stuðning í greiningarferlinu.  

Sigla/Katla

Sigla er ætluð til að styrkja greiningu á heilabilunarsjúkdómum með því að greina sérkenni í heilariti sjúklinga. Niðurstöður koma fram í skýrslu sem send er tilvísandi lækni og eru settar fram með tvennum hætti: Heilbilunar vísi (Dementia Index) og Lewy Body vísi (Lewy Body Index). Katla er ætluð til að styrkja greiningu á ADHD hjá börnum með því að greina sérkenni í heilariti sjúklinga. Niðurstöður koma fram í skýrslu sem send er tilvísandi lækni og eru settar fram með AHDH aldursvísi.

Tilvísun

MentisCura rekur greiningarmiðstöð þangað sem vísa má skjólstæðingum í heilaritsmælingu.Læknabréf: Bréf frá lækni eða sálfræðingi þar sem fram kemur: Nafn  og símanúmer einstaklings. Í bréfinu þarf að koma fram nafn tilvísanda og starfstöð. Ekki er óskað eftir sjúkrasögu. Hægt að bóka með fjórum leiðum:

  1. Rafrænt læknabréf númer 186 í gegnum Heklu. Viðtakandi: MentisCura Sigla/Katla, Álftamýri 1-5.
  2. Tilvísandi hringir  í Greiningarmiðstöð 5119900 og bókar tíma og sendir síðan beiðni til Greiningarmiðstöðvar Mentis Cura.
  3. Tilvísandi sendir beiðni til Greiningarmiðstöðvar Mentis Cura Áltfamýri 1-5, 108 Reykjavík og móttökuritari hringir í viðkomandi og bókar tíma.
  4. Tilvísandi sendir  e-mail á greining@mentiscura.is.  Í því kemur fram nafn  og símanúmer. Nafn læknis og starfsstöð. Móttökuritari hringir síðan og bókar tíma.
    Gjald fyrir heilalínurit er 18.500 kr. Niðurstöður mælingarinnar eru sendar til viðkomandi læknis rafrænt í gegnum Heklu eða í ábyrgðarpósti. Ef óskað er frekari upplýsingar varðandi niðurstöður er þjónustusími MentisCura 8540404.

Rannsóknir

MentisCura hefur alltaf lagt mikla áherslu á rannsóknarsamstarf við innlendar sem erlendar stofnanir. Þróun Siglu var unnin í nánu samstarfi við Minnismóttökuna á Landakoti og Katla var þróuð í samstarfi við Barna- og unglinadeild Landspítala og Þroska- og hegðunarmiðstöðina. Erlendis hefur MentisCura einnig byggt upp öflugt tengslanet samstarfsaðila m.a. á Norðurlöndum, Bretlandi, Hollandi, Bandaríkjunum og Kína. Árið 2013 varð MentisCura aðili að og situr í stjórn Stockholm Brain Institute (SBI), samstarfsstofnunar Háskólans í Stokkhólmi, Tækniháskólans í Stokkhólmi og Karolínska sjúkrahússins í Stokkhólmi sem heldur utan um skipulagningu og fjárveitingu til núverandi og framtíðar rannssókna.

Birt efni:

Sigla:

 1. Aðferðarfræðin og lýsinga á gagnagrunni  
 2. Kólvirknistuðull

Viltu vita meira um Siglu?

Sigla

Viltu vita meira um Kötlu?

Katla