Hvað er ADHD?

ADHD er ein algengasta geðröskun barna og unglinga. Meðal einkenna ADHD eru erfiðleikar við einbeitingu og skipulagningu, gleymska, óróleiki og fikt. Mörg börn með ADHD eru hvatvís, eiga erfitt með að bíða eftir að röðin komi að þeim og gleyma að hugsa um afleiðingar gerða sinna. ADHD fylgja gjarnan aðrar raskanir. Þær algengustu eru mótþróaröskun, hegðunarerfiðleikar, kippir, kvíði og námserfiðleikar. Þessi einkenni geta verið mjög hamlandi fyrir börn, bæði í námi og ekki síður félags- og tilfinningalega. Nauðsynlegt er að vandamálin séu greind rétt svo hægt sé að finna úrræði sem henta hverju barni. Frekari upplýsingar um ADHD má t.d. finna á ADHD félagiðADHD samtökin í Bretlandi og ADHD samtök í BNA.

Hvernig fer klínísk greining fram?

Greining á ADHD er ítarlegt ferli og að því koma margir fagaðilar. Mikilvægt er að skoða aðstæður barns frá öllum sjónarhornum og byggist greiningin á spurningalistum, viðtölum við barn, foreldra og kennara, auk þess sem lögð eru fyrir barnið vitsmunaþroskapróf og stundum taugasálfræðileg próf. Hingað til hafa ekki verið til aðgengilegar aðferðir sem taka tillit til líffræðilega þáttarins í röskununni. Klínískar leiðbeiningar landlæknis.

Hvers vegna heilarit?

Rannsóknir á heilaritum barna með ADHD hafa leitt í ljós að heilavirkni þeirra er frábrugðin því sem gerist hjá öðrum börnum. Heilarit metur taugavirkni í heilanum og getur gefið til kynna frávik í heilavirkni. MentisCura hefur undanfarin tíu ár þróað aðferð til að nota heilarit til greiningar á ADHD. Aðferðin hefur fengið nafnið Katla og gefur til kynna hvort heilavirkni barns samræmist því sem þekkist hjá börnum með ADHD. Þessi nýja aðferð kemur ekki í stað þeirra rannsókna sem þarf til að komast að niðurstöðu um greiningu. Hún veitir þó mikilvægan stuðning í greiningarferlinu. Literature review

Hvað segir KATLA?

ADHD vísirinn sem KATLA skilar af sér gefur til kynna hversu vel heilaritið samræmist ritum úr tilteknum viðmiðunarhópum. Um er að ræða hóp einstaklinga með ADHD greiningu annars vegar og hins vegar hóp einstaklinga þar sem engin þekkt röskun er fyrir hendi.

Hvernig fer heilaritsmæling fram?

Upptaka á heilariti er mjög einföld og felur ekki í sér neina hættu, óþægindi eða inngrip í líkamsstarfsemi. Rafnemum er komið fyrir á höfði með því að setja viðloðunarkrem í hársvörð. Viðkomandi situr í þægilegum stól í tíu mínútur á meðan upptaka heilalínuritsins fer fram. Að upptöku lokinni er boðið upp á hárþvott. Reikna má með að heildartími vegna heilaritsmælingarinnar sé um 40 mínútur. Greiningarstöðin

Viltu vita meira um Kötlu?

Nánar