Hvers vegna heilarit?

Heilarit metur taugavirkni í heilanum og gefur til kynna ýmiss konar frávik í starfsemi heilans. Heilarit hefur sannað gildi sitt við greiningu á flogaveiki en einnig er heilarit notað til að fylgjast með virkni í heila t.d. hjá fyrirburum og á gjörgæsludeildum. Lengi hefur verið vitað að heilarit t.d. Alzheimer sjúklinga er frábrugðið heilariti heilbrigðs einstaklings. Mentis Cura hefur undanfarin tíu ár þróað aðferð til að meta bæði heilabilunarsjúkdóma og athyglisbrest með ofvirkni hjá börnum (ADHD) út frá heilariti. Aðferðirnar bera heitin SIGLA og Katla, en Sigla hefur verið notuð í tvö ár á Minnismóttöku Landspítalans sem og á heilsugæslum landsisn og og gefið góða raun.
Þessar nýju aðferðir koma ekki í stað þeirra rannsókna sem læknir þarf að framkvæma til að komast að niðurstöðu um greiningu. Þær veita þó lækni mikilvægan stuðning í greiningarferlinu.

Hvernig fer heilaritsmæling fram?

Upptaka á heilalínuriti er mjög einföld og felur ekki í sér neina hættu, óþægindi eða inngrip í líkamsstarfsemi. Rafnemum er komið fyrir á höfði með því að setja viðloðunarkrem í hársvörð. Viðkomandi situr í þægilegum stól í tíu mínútur á meðan upptaka heilalínuritsins fer fram. Að upptöku lokinni er boðið upp á hárþvott. Reikna má með að heildartími vegna heilaritsmælingarinnar sé um 40 mínútur.

Hvernig get ég komist í heilaritsmælingu?

FrettatiminnEf þú hefur áhuga á því að komast í heilaritsmælingu hjá Mentis Cura, skaltu hafa samband við heimilislækni eða annan lækni sem þú treystir. Aðeins læknar geta vísað fólki í heilaritsmælingu þar sem samhliða þarf að skoða fleiri atriði í heilsufarssögu þinni.
• Læknirinn sendir tilvísun til greiningarstöðvar Mentis Cura í Álftamýri og í framhaldinu er bókaður tími í samráði við þig.
• Þegar niðurstöður liggja fyrir eru þær sendar til læknis og hann skýrir þér frá niðurstöðum.
• Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hjá starfsfólki Greiningamiðstöðvar Mentis Cura í Álftamýri 1-5 í síma 530 9915 eða með því að senda fyrirspurn á greining@mentiscura.is.

Sjá Greiningarmiðsöð Mentis Cura