Hvernig get ég komist í heilaritsmælingu?

Ef þú hefur áhuga á því að komast í heilaritsmælingu hjá Greiningarstöð MentisCura, skaltu hafa samband við heimilislækni eða annan lækni sem þú treystir. Viljir þú panta tíma fyrir barnið þitt í heilritsmælingu er einnig hægt að hafa samband við sálfræðing.  Aðeins læknar og sálfræðingar geta vísað fólki í heilaritsmælingu þar sem samhliða þarf að skoða fleiri atriði í heilsufarssögu þinni. Læknir eða sálfræðingur sendir tilvísun til Greiningarstöðvar MentisCura í Álftamýri og í framhaldinu er bókaður tími í samráði við þig. Þegar niðurstöður liggja fyrir eru þær sendar tilvísandi sérfræings og hann skýrir þér frá niðurstöðum. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hjá starfsfólki Greiningamiðstöðvar MentisCura í Álftamýri 1-5 í síma 530 9915 eða með því að senda fyrirspurn á greining@mentiscura.is.

Greiningarmiðstöð MentisCura er staðsett í Álftamýri 1-5, 108 Reykjavík og er opin mánudaga- föstudaga frá 9-16. Hægt er að hafa samband í síma 5115099, með því að senda fyrirspurn í gegnum heimasíðuna eða senda beint á netfangið greining@mentiscura.is.

Börn að leik

Katla (6-16 ára)

Einkenni athyglisbrests, ofvirkni og hvatvísi geta verið hamlandi fyrir börn, bæði í námi og ekki síður félags- og tilfinningalega. Mikilvægt er að vandamálin séu greind rétt svo hægt sé að finna úrræði sem henta hverju barni. Hjá Greiningarstöð MentisCura eru heilarit notuð sem aðstoð við greiningar á athyglisbresti og ofvirkni hjá börnum. Skoða nánar

_MG_2747

Sigla (50 ára og eldri)

Hækkandi aldri fylgja oft breytingar á þáttum eins og minni sem geta valdið fólki áhyggjum og haft áhrif á daglegt líf þess. Oftast má rekja ástæðuna til aldurstengdra breytinga  en þó ekki alltaf. MentisCura býður upp á einfalda rannsókn sem getur hjálpað sérfræðingum að greina heilabilun. Skoða nánar

_MG_9850

Fyrir fagfólk

MentisCura býður upp á þjónustu fyrir fagfólk sem vinnur við greiningar á miðtaugakerfissjúkdómum eins og heilabilun hjá eldri en 50 ára og ADHD hjá börnum. Um er að ræða nákvæma en á sama tíma einfalt greiningartækni sem nýtist sem stuðningur við áður viðurkenndar aðferðir. Skoða nánar