Born-ad-leik

Katla (6-16 ára)

Einkenni athyglisbrests, ofvirkni og hvatvísi geta verið hamlandi fyrir börn, bæði í námi og ekki síður félags- og tilfinningalega. Mikilvægt er að vandamálin séu greind rétt svo hægt sé að finna úrræði sem henta hverju barni. Hjá Greiningarstöð MentisCura eru heilarit notuð sem aðstoð við greiningar á athyglisbresti og ofvirkni hjá börnum. Skoða nánar

_MG_2747

Sigla (50 ára og eldri)

Hækkandi aldri fylgja oft breytingar á þáttum eins og minni sem geta valdið fólki áhyggjum og haft áhrif á daglegt líf þess. Oftast má rekja ástæðuna til aldurstengdra breytinga  en þó ekki alltaf. MentisCura býður upp á einfalda rannsókn sem aðstoðar sérfræðinga við mismunagreiningu á heilabilun.  Skoða nánar

fyrirfagfolk

Sjúkdómar og raskanir

MentisCura sérhæfir sig í notkun heilarita til greiningar á miðtaugakerfissjúkdómum eins og Lewy Body heilabilun og athyglisbresti með ofvirkni hjá börnum (ADHD). Um er að ræða nýja og aðferð við úrvinnslu heilarita sem hefur verið í þróun hjá MentisCura um árabil. Skoða nánar

_MG_9850

Fyrir fagfólk

MentisCura býður upp á þjónustu fyrir fagfólk sem vinnur við greiningar á miðtaugakerfissjúkdómum eins og Lewy Body heilabilun og ADHD hjá börnum. Um er að ræða nákvæma en á sama tíma einfalda rannsókn sem nýtist sem stuðningur við áður viðurkenndar aðferðir. Skoða nánar

Hvernig kemst ég í greiningu hjá Greiningarmiðstöð Mentis Cura?

Nánar

Hvers vegna heilaritsmæling? Hvernig fer hún fram?

Nánar um heilarit